Brunaviðvörunarkerfi

Brunaviðvörunarkerfi SecuritasSecuritas býður gerðir af brunaviðvörunarkerfum sem uppfylla mismunandi þarfir notanda. Úrvalið tryggir að ávallt er hægt að velja hagkvæmustu lausnina fyrir viðskiptavininn. Smærri kerfi eru gjarnan RÁSASKIPT KERFI en þegar um stærri kerfi er að ræða eru þau NÚMERUÐ KERFI.  Krafa er gerð í Byggingarreglugerð að sett skuli upp sjálfvirk brunaviðvörunarkerfi í byggingum sem eru ætlaðar til ákveðinna nota. Dæmi um það eru skrifstofu-, verslunarhúsnæði, skólar, veitingahús, dagvistunarstofnanir, iðnaðarhúsnæði og fleiri húsnæði

Brunaviðvörunarkerfi Securitas

 

Þegar gerð er krafa um að sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi skuli vera í húsnæðinu er jafnframt gerð krafa um að brunastöðin sé af viðurkenndri gerð og sé tengd viðurkenndri vaktstöð sem vaktar boð frá kerfinu og bregst við boðum frá því. Einnig er gerð krafa um að gerður sé þjónustusamningur um skoðun og viðhald brunaviðvörunarkerfisins við viðurkenndan aðila. Securitas er með viðurkennda vaktstöð sem tekur á móti boðum frá brunakerfum og bregst við boðum frá þeim. Securitas veitir einnig sérhæfða þjónustu við reglubundnar skoðanir brunakerfa.

Hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma 580 7000 og við erum tilbúin að aðstoða þig við að finna þær lausnir sem best henta þér og þínu fyrirtæki.