Brunavarnir og meðferð handslökkvibúnaðar

Á námskeiðum er m.a. farið yfir flokkun bruna, helstu áhættur og hvernig minnka megi brunahættu og líkur á því að eldur kvikni. Þá er komið inná frágangsþætti sem þurfa að vera í lagi og hvernig bregðast eigi við ef eldur kviknar á vinnustað.

Skoðaðar eru mismunandi gerðir slökkvitækja og slökkvibúnaðar og virkni þeirra. Í lok námskeiðsins er boðið uppá verklega æfingu í notkun handslökkvibúnaðar, ef veður og aðstæður bjóða uppá það.

  • Áhættuþættir og viðbrögð
  • Flóttaleiðir
  • Rýmingaráætlun
  • Brunateymi/rýmingarstjóri
  • Notkun slökkvibúnaðar
  • Fræðsla um mismunandi tegundir bruna og viðeigandi viðbrögð