Ekki læsast úti

Með Heimavörn getur þú sagt bless við óþarfa lykla. Á auðveldan máta getur þú opnað og læst hurðum að vild fyrir þig og þína nánustu. Aldrei aftur læsast úti!

Með öryggið við hendina öllum stundum

Hjartað í Heimavörn liggur í appinu. Þaðan getur þú stýrt öllum aðgerðum með símanum eða í tölvunni hvar sem þú ert í sambandi á annað borð og fengið margs konar tilkynningar og áminningar sjálfkrafa. 

Appið er á íslensku, það er einfalt og þægilegt í notkun og öryggismál og dulkóðanir eru í flokki með því öflugasta sem þekkist. Hafðu auga með heimilinu og stjórnaðu aðgerðum í þægilegu og einföldu viðmóti í appinu hvar sem þú ert, hvenær sem er. Stjórnstöð Securitas er síðan á vaktinni allan sólarhringinn og bregst við ef boð berast frá kerfinu.

Notendur geta einnig verið með Sumarhúsavörn og Firmavörn allt í sama appi með Heimavörn.

Securitas hefur hafið samstarf með Landsbjörgu

Slysavarnafélagið Landsbjörg og Securitas hófu nýlega samstarf um sölu á sjúkra- og eldvarnarbúnaði og ætla þannig að ná enn betur sameiginlegu markmið sínu um að auka öryggi almennings, enda gengur starfsemi beggja félaga að miklu leiti út á slysavarnir.

Slysavarnafélagið landsbjörg hefur til margra ára þjónustað atvinnulífið og almenning með sölu á vönduðum sjúkrakössum og séð um reglulega endurnýjun á innihaldi þeirra með það að leiðarljósi að tryggja að réttur búnaður sé til taks þegar slys ber að höndum.

Securitas hefur yfir 40 ára reynslu af því að gæta öryggis almennings, hvort sem er með fyrirbyggjandi hætti eða fumlausum viðbrögðum allan sólahringinn. Þar með mikla þekkingu á brunavörum fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir.

Styðja í leiðinni við starf björgunarsveita

Samstarfið gengur út að Securitas hefur tekið til sölu sjúkrakassa í vefverslun sinni og sjúkrakassaþjónusta Slysavarnafélagsins Landsbjargar þjónustar viðskiptavini sína með slökkvitæki, eldvarnarteppi og reykjskynjara frá Securitas. Allur ágóði af sölu sjúkra- og öryggisvara rennur óskertur til starsemi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og nýtist því meðal annars í starfsemi fjölmargra björgunarsveita víða um land.

Það er ljóst fyrirbyggjandi aðgerðir, fræðsla og réttur öryggisbúnaður getur skipt sköpum í neyð og koma má í veg fyrir slys á fólki. Með samhentu átaki er stefnt að enn meiri árangri í þeim málum.

 

,,Við hjá Securitas erum ánægð með samstarfið við Landsbjörgu og vitum hversu mikilvægt starf þar er unnið. Markmið og vilji beggja félaga að bæta öryggi almennings og samstarf þetta mun enn frekar stuðla að því.“ -Erna Sigfúsdóttir, verkefnastjóri

Heimsmet í réttstöðulyftu með aðstoð Securitas

Einar Hansberg Árnason setti á dögunum heimsmet í réttstöðulyftu, hann lyfti samtals 528.090kg á einum sólarhring. 

Metið verður sett í heimsmetabók Guinnes en til þess að hægt væri að fá metið gilt fékk Einar aðstoð frá Securitas til þess að taka upp og vakta hann allan sólarhringinn.

Okkar menn Kjartan og Pétur settu upp upptökubúnaðinn og voru til taks allan sólarhringinn ef þeirra hefði verið óskað.

Frábært verkefni þar sem allir hjálpuðust að við að láta hlutina ganga upp.

 

„Það komu margir að þessu verkefni. Þar á meðal Securits, sem blésu heldur betur vind í seglin.“ – Einar Hansberg Árnason

 

Til hamingju Einar!

 

Hægt er að lesa um málið á vef Rúv hér

Snertilaus aðgangshlið í Smárabíó

Snillingarnir í Smárabíó hafa sett upp frábæra lausn sem gerir þeim kleift að opna eftir að hafa haft lokað vegna samkomutakmarkana sem í gildi hafa verið.

Snertilausu aðgangshliðin frá Securitas hafa verið sett upp við inngang kvikmyndahússins og munu gestir geta skannað aðgangsmiðann sinn og gengið inn. Með þessu tryggja þau öruggt umhverfi fyrir sína gesti og starfsfólk.

“Sjálfvirku hliðin eru frábær lausn sem gerir okkur kleift að bjóða upp á öruggt og þægilegt umhverfi fyrir bíógesti og starfsmenn á þessum krefjandi tímum. Uppsetningin á hliðunum gekk vel og þjónusta Securitas til fyrirmyndar“ – Lilja Ósk Diðriksdóttir Markaðstjóri 

Hér má sjá frétt sem mbl skrifaði um málið 

Hér má nálgast nánari upplýsingar um aðgangsstýringar frá Securitas.