ATS aðgangsstýri- og innbrotakerfi

Aðgangsstýri- og -innbrotakerfi SecuritasATS er fullkomið aðgangsstýri- og innbrotaviðvörunarkerfi fyrir miðlungs- og stór fyrirtæki. Hægt er að láta innbrota- og aðgangsstýrihlutana vinna saman eða í sitt hvoru lagi. Kerfið býður upp á mikla stækkunarmöguleika og hægt er að tengja allt að 768 hurðir og 4096 innbrotarásir inn á kerfið. Hver hurðastýring ræður við 4 hurðir.

Kerfinu er stjórnað í gegnum stjórnkerfishugbúnað þar sem virkni kerfisins og notendur eru skilgreindir. Hægt er að stjórna kerfinu algjörlega myndrænt, læsa og opna hurðir, setja og taka svæði af verði. Ef viðvörun kemur frá kerfi birtist hún myndrænt upp á skjá. Einnig er hægt að hanna og prenta aðgangskort í gegnum kerfið.

ATS kerfið heldur mjög vel utan um alla atburði sem gerast í kerfinu. Mjög auðvelt er að fletta atburðum upp eftir tíma, notendum, hurðum, varðsetningu og fleira. Hægt er að tengja við kerfið ýmsar tegundir aðgangslesara s.s. HID Prox eða fyrir aukið öryggi HID iCLASS. Ýmist með eða án talnaborði.

Hægt er að stýra aðgangi mjög nákvæmlega. Notendur geta t.d. haft aðgang að einni hurð á milli 8 og 17 virka daga, annarri allan sólarhringinn, og enn annarri milli 17 og 20 á mánudögum og laugardögum o.s.frv.

Hægt er að tengjast kerfinu yfir netkerfi sem auðveldar allt aðgengi að skýrslum og breytingum á notendum. ATS kerfið er mjög skalanlegt og uppfyllir allar þarfir fyrirtækja og stofnana um sveigjanlegt og öruggt aðgangsstýri- og innbrotaviðvörunarkerfi.

  • Sambyggt aðgangsstýri- og innbrotaviðvörunarkerfi
  • 4096 rásir
  • 65000 notendur
  • 768 hurðir
  • Kort og/eða kóði
  • Nettengjalegt