Aðgangsstýrikerfi

HID aðgangsstýringarkerfi Securitas

Aðgangsstýringarkerfi SecuritasMeð aðgangsstýrikerfi Securitas er hægt að stjórna aðgangi starfsfólks um húsnæði fyrirtækisins. Aðgangskort koma í stað lykla að hurðum fyrirtækisins, bæði inni- og útihurðum. Allur umgangur um fyrirtækið skráist í dagbók kerfisins og er rekjanlegur. Aðgangsstýrikerfi gefur fullkomna yfirsýn yfir það hverjir ganga um fyrirtækið, hvar og hvenær. Securitas býður fjölbreyttar lausnir í aðgangsstýringum, bæði sambyggð aðgangs- og innbrotakerfi og þráðlaus aðgangsstýrikerfi.

LYKLALAUST HÚSNÆÐI
Með aðgangsstýrikerfi skapast lyklalaust umhverfi, ef kort týnist eða starfsmaður hættir er auðvelt að gera það óvirkt.

SJÁLFVIRK DAGBÓK UM UMGENGNI
Í dagbókinni kemur fram hver gengur um hvaða hurðir og á hvaða tíma. Einnig hvort notendur kerfisins reyna að ganga um hurðir sem þeir hafa ekki aðgang að.

AUÐVELD AÐGANGSSTÝRING
Hver notandi fær aðeins aðgang að þeim hurðum sem hann þarf að hafa aðgang að, en auðvelt er að breyta aðgangsheimildum notenda.

AÐGANGSKORT OG AUÐKENNISKORT
Á aðgangskortin er hægt að prenta nafn og merki fyrirtækisins, setja mynd af starfsmanni, nafn hans og ábyrgðasvið, þannig að þau nýtist einnig sem auðkenniskort.

TÍMASTÝRÐAR HURÐIR
Hægt er að láta hurðir læsast eða aflæsast sjálfvirkt á mismunandi tímum sólarhringsins.

Hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma 580 7000 og við sýnum þér þær lausnir sem best henta þér og þínu fyrirtæki.